Mannauður

Alcoa Fjarðaál er umhugað um starfsfólk sitt og leggur mikla áherslu á að skapa öruggt vinnu­umhverfi sem stuðlar að aukinni starfsánægju og félagslegri vellíðan þar sem samvinna er lykil­atriði. Á árinu 2023 störfuðu tæplega 570 einstaklingar hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið er fjöl­breyttur hópur sem samanstendur af einstaklingum með ólíkan bakgrunn hvað varðar aldur og uppruna, menntun og reynslu. í árslok voru karlar 76%, konur voru um 24%. Í árslok 2023 sátu ellefu einstaklingar í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls þar af tvær konur.

Starfsfólk fylgir ýmist vinnustaða­samningi Alcoa Fjarðaáls, AFLs og RSÍ, eða eru með einstaklings­bundna samninga þar sem launaþróun fylgir samningi VR við SA.

Alcoa Fjarðaál hefur þá stefnu að útvista þeim verkefnum í starfseminni sem ekki tilheyra kjarna­starfsemi. Með þeim hætti rennir fyrirtækið stoðum undir upp­byggingu og rekstur annarra fyrirtækja á svæðinu og hefur þannig jákvæð áhrif á frekari atvinnu­uppbyggingu á Austur­landi. Samtals vinna um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu eða á álverssvæðinu. Alls hafa því um 800 manns atvinnu á starfssvæði álversins við Reyðarfjörð. Verktakar hjá Alcoa Fjarðaáli starfa meðal annars við rekstur mötu­neytis, þrif, verkfræðihönnun og fram­kvæmd fjárfestingar­verkefna, akstur starfsfólks, innkaup og lagerhald á rekstrarvörum og varahlutum, við vélsmíði og viðhald, hafnar­starfsemi og vöruflutninga svo eitthvað sé nefnt. Þessi starfsemi verktaka endur­speglar breitt starfssvið sem hefur jákvæð áhrif á nýsköpun og þróun á svæðinu enda hafa mörg ný fyrirtæki orðið til í kringum þjónustu við Alcoa Fjarðaál.

Starfsánægja

Alþjóðleg starfsánægjukönnun er lögð fyrir starfsfólk á 18 mánaða fresti meðal allra starfs­eininga hjá Alcoa um allan heim. Þess á milli eru lagðar fyrir styttri kannanir sem sem kallaðar eru „púls­kannanir“ og miðast fyrst og fremst að þvi að fylgja eftir framkvæmdaáætlun sem gerð er í kjölfar þeirra stærri.

Markmiðið með því að leggja reglulega fyrir kannanir er að mæla þá þætti sem rannsóknir sýna að skapi almenna starfs­ánægju og helgun á vinnu­staðnum auk þess að gefa starfs­fólki tækifæri á að koma nafnlaust á framfæri ábendingum til úrbóta, telji þeir tilefni til. Niðurstöður þeirra eru kynntar öllu starfsfólki. Heildarniðurstöður eru kynntar á fundum með starfsfólki og niðurstöður hvers teymis eru kynntar á teymisfundum þar sem jafnframt er lögð áhersla á að ræða það sem vel gengur og setja fram skýra áætlun um úrbætur á því sem betur má fara. Þátttaka starfsfólks í þessari vinnu er mikilvæg enda styður það vel við innleiðingu á umbótum á vinnu­staðnum. Stjórnendur vinna þannig á markvissan hátt með starfsfólki að fylgja eftir framkvæmd á umbreytingum til að efla vinnustaðinn.

Niðurstöður starfsánægjukönnunar fyrir árið 2023 sýnir meiri heildar starfs­ánægju hjá starfsfólki en árið á undan. Stjórnendur nýta niðurstöður til að vinna að úrbótum ásamt starfsfólki og leggja þá góðan grunn að vaxandi starfsánægju á milli ára. 

Jafnréttismál

Jafnréttisáætlun Alcoa Fjarðaáls byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Alcoa Fjarðaál tengir jafnréttisáætlun sína jafnframt við gildin fjögur sem Alcoa starfar eftir um allan heim: heilindi, árangur, umhyggja, hugrekki. Í starfs­aug­lýsingum fyrir­tækisins eru störf jafnan auglýst fyrir öll kyn. Störfin í álverinu eru þannig hönnuð að þeim má sinna á öruggan hátt óháð kyni. Foreldrar eru hvattir til að huga að sam­ræmingu fjölskyldulífs og vinnu og axla jafna ábyrgð á uppeldi og umönnun barna sinna. Það er stefna fyrirtækisins að skapa fjölskyldu­vænan vinnustað þar sem öllu starfsfólki líður vel. Hjá Alcoa Fjarðaáli er kynferðisleg og kyn­bundin áreitni og einelti ekki liðin og eru slík mál tekin föstum tökum. Ef mál af þessum toga koma upp þá er fylgt eftir skýrum verkferlum til að tryggja heilbrigði og öryggi á vinnustaðnum. Í jafnréttis­áætlun fyrirtækisins eru tilgreindir ábyrgðar­aðilar að úrbótum og endurskoðun hennar. Framkvæmda­stjóri mannauðsmála ber ábyrgð á að jafnréttisáætlun sé fram­fylgt. Fram­kvæmda­­stjórn ber ábyrgð á eftirfylgni jafnréttisáætlunar og frávikum frá henni með stuðningi jafnréttisnefndar Alcoa Fjarðaáls.

Innan móðurfélags Alcoa eru starfandi mannréttindahópar og tekur starfsfólk Alcoa Fjarðaáls þátt í vitundarvakningu þeirra.

Þessir hópar sem vísað er til eru EAGLE sem stendur vörð um og vekur athygli á baráttu LGBT+ fólks,  AWN (Alcoa Women‘s Network) sem vekur athygli á stöðu kvenna og vald­eflir þær í starfi,  AWARE sem stendur fyrir menningar­legan fjölbreytileika auk ABLE hópsins sem hlúir að réttindum og tækifærum fatlaðs fólks á vinnumarkaði.  Megin hlutverk stjórnenda og tengiliða hópanna er að leggja fyrir sameiginlega stefnu Alcoa á alþjóðavísu, varðandi ofangreinda málaflokka og útfæra framkvæmd stefnunnar með þeim hætti sem við á á hverjum stað. 

Jafnréttisvísir

​​Innan móðurfélags Alcoa eru starfandi mannréttindahópar og tekur starfsfólk Alcoa Fjarðaáls þátt í vitundarvakningu þeirra.

Þessir hópar sem vísað er til eru EAGLE sem stendur vörð um og vekur athygli á baráttu LGBT+ fólks,  AWN (Alcoa Women‘s Network) sem vekur athygli á stöðu kvenna og valdeflir þær í starfi,  AWARE sem stendur fyrir menningar­legan fjölbreytileika auk ABLE hópsins sem hlúir að réttindum og tækifærum fatlaðs fólks á vinnumarkaði.  Megin hlutverk stjórnenda og tengiliða hópanna er að leggja fyrir sameiginlega stefnu Alcoa á alþjóðavísu, varðandi ofangreinda málaflokka og útfæra framkvæmd stefnunnar með þeim hætti sem við á á hverjum stað. 

Öryggi

Mikil áhersla er lögð á öryggi og heilsu starfsfólks og verktaka hjá Alcoa Fjarðaáli. Unnið er markvisst að því að lágmarka hættu á slysum, lágmarka mengun, efla heilsu og stuðla að öruggu vinnuumhverfi. Sú hugmyndafræði sem notast er við þegar kemur að því að greina hættur, meta aðstæður og fyrirbyggja frávik eða slys nefnist „Mannleg hegðun“ og hefur þessi nálgun reynst vel. Starfsfólk beitir einnig aðferðafræði sem kallast „Stjórnun helstu áhættuþátta“ til að tryggja að réttu varnirnar gegn þekktum hættum séu ávallt til staðar. Mikil áhersla er lögð á rétt starfsfólks til að „Stoppa og leita sér hjálpar“ ef það upplifir óöryggi eða hefur ekki næga þekkingu á verkinu sem er verið að vinna. Þá er skylda að halda verkfund áður en verk hefst ef hætta á slysum er talin vera til staðar. Alcoa Fjarðaál fylgir stefnu sinni og móðurfélagsins í umhverfis-, heilsu-, og öryggis­málum. Markvisst er unnið að umbótum í starfsumhverfi til að tryggja öryggi og heilsu starfsfólks. Öll slys og óhöpp eru skráð til að læra af þeim. Félagið er vottað af OHSAS 18001 heilsu- og öryggisstjórnunarkerfinu. Allt starfsfólk fær  grunnþjálfun í umhverfis-, heilsu-, og öryggismálum. Hjá Alcoa Fjarðaáli eru starfandi heilsu- og öryggisnefndir en hlutverk þeirra er að stuðla að bættu heilbrigði og öryggi á vinnustað. Nefndir vinna að ýmsum málefnum og koma að þjálfun svo sem í fallvörnum, „læsa, merkja, prófa“ og „hættuleg efni“ svo einhver dæmi séu nefnd. Jafnframt stuðla nefndirnar að ýmsum endurbótum sem miða að því að gera vinnustaðinn öruggari með því að útrýma hættum og bæta vinnuaðstöðu og verklag.

Samsetning vinnuafls eftir störfum

Samsetning vinnuafls eftir aldri

Samfélagsmarkmið og árangur

Í kjölfar #metoo bylgjunnar verður lögð áhersla á að bæta vinnu­staðar­menningu Fjarðaáls með jafn­réttismál í forgrunni.

Haldnir voru fundir um jafnrétti og vinnustaðarmenningu. Viðhorf starfsfólks var kannað og skrifað undir vinnustaðarsáttmála til að tryggja góða vinnustaðarmenningu. Þessu var svo fylgt eftir á starfsmannafundum á markvissan hátt með umbætur að leiðarljósi.

Gera tilraun með breytingar á vaktakerfi með það að markmiði að auka ánægju starfsmanna með vaktakerfi um 5% frá árinu 2017.

Vegna gagnrýni á framkvæmd tilraunar var ákveðið að allir vakthópar fengju að taka þátt í nýrri tilraun í byrjun árs 2019. Niðurstöðu er að vænta á árinu 2019.

Mæla hvort viðeig­andi varnarlög séu til staðar til að tryggja öryggi starfsfólks. Varnarlög verði til staðar í 95% tilfella.

Góður árangur hefur áunnist í öryggismálum með innleiðingu varnarlaga við áhættusöm störf. Á síðasta ári var mikilvægasta varnarlagið til staðar í 96% tilfella.

Aukin árvekni og bættar skráningar vegna heilsutengdra einkenna, með vitundarvakningu og þjálfun allra starfsmanna.

Atvikaskráningakerfi Fjarðaáls var uppfært á árinu til þess að geta betur fylgt eftir heilsutengdum frávikum, og fjöldi slíkra skráninga jókst eftir vitundarvakningu og þjálfun starfsmanna.

Gera samfélagsábyrgð að hluta kennslu í öllum fögum sem kennd eru á vegum fyrirtæksins í Stóriðjuskóla.

Samfélagsábyrgð er hluti af mörgum fögum í Stóriðjuskólanum, ekki síst umhverfiskennslunni. Árið 2020 stendur til að endurskoða skipulag skólans og þá verður þetta skoðað betur.

Innleiddur verður sérstakur hugbúnaður til að styðja enn frekar við innleiðingu á mikilvægasta varnarlaginu.

Fjarðaál innleiddi á árinu 2019 hugbúnaðinn Forwood sem er sérstaklega hannaður til staðfestingar á því að varnarlög séu til staðar

Að mikilvægasta varnarlagið (MV) verði til staðar í 95% tilvika í úttektum og tryggt að tengsl á milli slysa og tilvistar MV verði greind.

Mikilvægasta varnarlagið var til staðar í yfir 95% úttekta sem gerðar voru í doforms. Þessar úttektir verða framvegis gerðar í Forwood hugbúnaðinum með öðrum hætti og þá verður markmiðum breytt.

Að mældur styrkur óæskilegra lofttegunda í vinnuumhverfi í kerskála lækki um 15% miðað við mælingar á árinu 2018.

Gekk ekki eftir enda erfitt rekstrarár

Bjóða öllum starfsmönnum Fjarðaáls upp á fræðslu um ómeðvitaða fordóma

Staðið, sjá nánar í undir Jafnréttismál

Halda vinnufundi í anda Jafnréttisvísis Capacent með öllu starfsfólki til að ræða vinnustaðarmenningu.

Þessu var frestað til ársins 2021 vegna COVID-19.

Fram fari endurskoðun (Kaizen) á Stjóriðjuskólanum til þess að námið nýtist bæði starfsmönnum og fyrirtækinu betur.

Þessi vinna hófst árið 2020 en þurfti að fresta vegna COVID-19 og verður lokið á árinu 2021.

Ljúka fyrsta stigi þjálfunar starfsmanna á úttektarforritinu Forwood. Markmiðið er að 70 starfsmenn verði virkir úttektaraðilar í lok árs 2020.

Markmiðið stóðst og í árslok voru 80 manns búnir að fá þjálfun í að gera úttektir með Forwood.

Að auka hlutdeild kvenna í nýráðningum.

Markmiðið náðist ekki þar sem hlutfall í nýráðningum var 44% árið 2020 samanborið við 45% árið 2019. 

Áframhaldandi innleiðing Jafnréttisvísis í samstarfi við Empower

Markmið stóðst

Fjöldi Forwood1 úttekta verði 300 á mánuði

Markmið stóðst

Draga úr álagi og yfirvinnu með því að tryggja rétta mönnun
í öllum teymum

Markmið stóðst að hluta, minni yfirvinna var unnin árið 2021 samanborið við 2020 en ekki tókt að tryggja rétta mönnun í öllum teymum allt árið. 

Fjölga loftskiptahjálmum í kerskála upp í 100

Markmið stóðst

Fylgja áætlun um bætta vinnuvistfræði

Markmið stóðst, þau verkefni sem voru sett upp fyrir árið voru unnin og áfram verður unnið með þetta á nýju ári

Bregðast við niðurstöðum rýnihóps um vaktakerfi

Markmið stóðst, innleitt var nýtt vaktakerfi haustið 2022

Fylgja áætlun um Jafnréttisvísi

Markmið stóðst ekki þar sem vinnu við innleiðingu var frestað tímabundið

Ljúka sjálfvirkniverkefni fyrir handstöflun í steypuskála

Markmið stóðst að hluta, unnið var að verkefninu en því er ekki lokið og vinna heldur áfram á nýju ári

Innleiða loftræstaöryggishjálma fyrir allt starfsfólk kerskála

Markmið stóðst og nú hefur allt starfsfólk kerskála aðgang að loftræstum öryggishjálmum.

Leggja aukna áherslu á þjálfun starfsfólks og fjölga þjálfunartímum milliára

Markiðið náðist en þjálfunartímum fjölgaði um tæplega 9% á milli ára.

Endurskoðafyrirkomulag íslenskuþjálfunar fyrir erlent starfsfólk

Markmið stóðst, úr endurskoðuninni hófst vinna að íslenskuþjálfun í gegnum snjallsíma. Áfram verður unnið að þessu markmiði 2024 í samstarfi við Austurbrú.

Ljúka innleiðingu og festa í sessibreytt fyrirkomulag jafnréttisnefndar

Verkefnið er hafið, fyrirkomulag jafnréttisnefndar liggur fyrir en ekki náðist að ljúka innleiðingunni árið 2023. Halda áfram 2024?

Taka ákvörðun um endanlegainnleiðingu á breyttu vaktakerfi

Vinna við endurskoðun vaktakerfis er enn í gangi en ákvörðun um endanlegt kerfi liggur ekki fyrir.  Markmiðið er að ákvörðun liggi fyrir árið 2024.

Mannauðskaflann má finna á bls. 28 – 36.