Alcoa Fjarðaál vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni með mótvægisaðgerðum og setur sér metnaðarfull innri markmið í umhverfismálum árlega. Frá upphafi reksturs álversins hefur fyrirtækið staðið fyrir umfangsmikilli umhverfisvöktun í Reyðarfirði í samræmi við vöktunaráætlun samþykkta af Umhverfis- og orkustofnun. Niðurstöður umhverfisvöktunar eru birtar árlega í ársskýrslu sem er aðgengileg undir„umhverfismál“ á heimasíðu Alcoa Fjarðaáls og á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar.
Tilgangur umhverfisvöktunarinnar er að meta áhrif starfsemi álversins á umhverfið í nágrenni þess. Helsta uppspretta mengandi efna frá framleiðslunni í lofti er útblástur frákerskála, sem losnar annars vegar um rjáfurskálanna og hins vegar sem kergas, sem er hreinsað í þurrhreinsivirki eins og nánar er útskýrt í kafla 6.1 um framleiðsluferli.
Tilkynningar
Á árinu 2024 sendi fyrirtækið fimm formlegar tilkynningar vegna frávika eða til upplýsingar til Umhverfis- og orkustofnunar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Febrúar: Tilkynning um bilun í flúorsöfnurum á vöktunarstöðvum.
Mars: Tilkynning um leka á framleiðsluvatni í vatnshreinsivirki.
Maí: Tilkynning um bilun í flæðimælum til sýnatöku í rjáfri kerskála.
Júní: Tilkynning um niðurstöður á útblæstri frá ryksafnara í steypuskála.
Júlí: Tilkynning um olíuinnihald í fráveitu frá olíuskilju farartækjaverkstæðis yfir mörkum.
Grænt bókhald
Lykiltölur varðandi framleiðslu, hráefnis- og auðlindanotkun koma fram í kafla 7.3 sem er tafla yfir Grænt bókhald.
Framleiðsla áls árið 2024 var 340.826 tonn sem er lækkun um rúmlega 6 þúsund tonn á milli ára. Lækkunin skýrist að mestu leyti af raforkuskerðingu sem fyrirtækið varð fyrir á árinu. Heildar rafmagnsnotkun á hvert framleitt tonn af áli var 14.358 kWst sem er svipuð raforkunotkun á hverja framleiðslueiningu milli ára. Ristími hækkaði milli ára og var hann hærri fyrri hluta ársins, en lækkaði nokkuð á síðari hluta þess. Aðalástæða þess er að ákveðið var að breyta áherslu í kerstýringum kerskálans sem miðar að því að auka stöðugleika kerlínunnar og fækka þar með kerlekum. Þar af leiðandi var hækkun á losun PFC efna frá starfseminni. Losun CO2 lækkaði á milli ára, m.a. í kjölfar framleiðsluminnkunar og færri kera í rekstri. Notkun álflúoríðs minnkaði lítillega eða um 421 tonn milli ára vegna framleiðsluskerðingar. Heildarflúorlosun á hvert framleitt tonn af áli lækkaði á milli ára og var undir ársmeðaltali starfsleyfis.
Flúor í grasi er mældur yfir sumartímann og voru þær mælingar undir viðmiðunarmörkum vöktunaráætlunar sumarið 2024, sjá nánar í kafla 7.5. Fylgst var með styrk vetnisflúoríðs í andrúmslofti á vöktunarstöðvum líkt og fyrri ár. Árið 2024 var stuðlað að auknum stöðugleika með breytingu á kerrekstri og var stefnt að því að ná jafnvægi í framleiðslu árið 2024 með fjölgun kera í rekstri. Samtals voru endurfóðraðar 47 kerskeljar í kersmiðju Fjarðaáls sem rekin er af verktökum. Alls voru notuð um 940 bakskaut til þess að fóðra skeljarnar árið 2024. Líkt og árin á undan var notaður umhverfisvænni þjöppusalli en áður hefur verið gert í endurfóðrunarferlinu, samtals um 435,5 tonn.
Allt kælivatn frá iðnaðarferlum er hreinsað í vatnshreinsivirki Alcoa Fjarðaáls og endurnýtt í steypuskála, en vatnsnotkunAlcoa Fjarðaáls er með því lægsta sem þekkist innan Alcoa samstæðunnar. Vatnsnotkun er svipuð á milli ára og var ferskvatnsnotkun árið 2023 áætluð um 80.000 - 90.000 m3. Árið 2024 var gert átak í að mæla vatnsnotkun hjá fyrirtækinu með uppsetningu á vatnsmæli á inntakslögn. Mældist vatnsnotkunin árið 2024 vera um 148.712 m3. Þar af nýttu hleifasteypuvél og HDC lárétta steypuvélin í steypuskála Alcoa Fjarðaáls um 60.000 m3. Vatnshreinsivirkið hefur getu til að hreinsa 3.500 rúmmetra af vatni á sólarhring og endurnýta í steypuskálanum. Þar af fóru 9.467 m3 af vatninu í gegnum eimara árið 2024. Meðaltalsuppgufun frá steypuvélum er 140 m3 á sólarhring sem er um 40% uppgufun af rúmmáli kerfisins. Engu kælivatni frá iðnaðarferlum er veitt í frárennsli. Jafnframt er hluti varmans sem myndast frá kælivatni nýttur til húshitunar og snjóbræðslu á lóðinni.
Samanlögð notkun jarðefnaeldsneytis á farartæki lækkaði frá fyrra ári um 43.981 l. Notkun á dísilolíu minnkaði úr 478.138 l í 432.107 l á milli áranna 2023 og 2024. Notkun á bensíni jókst hins vegar úr 10.318 l í 12.768 l. Skýringin á minnkun notkunar tengist aðallega akstri ökutækja utan fyrirtækisins, utan aksturstíma farartækja er tengjast beint álframleiðslu fyrirtækisins. Aukin notkun á jarðefnaeldsneyti árið 2023 samsvarar lækkun í losun um 119 tonnígilda CO2. Þegar aksturstímar ársins 2024 voru bornir saman við árið 2023 kom í ljós að aksturstími vinnutækja á álverslóð jókst um 1.334 klukkustundir. Aksturstími rafmagnsökutækja jókst milli ára um 5% og hefur bein áhrif á díselnotkun til lækkunar. Sjá nánar um aksturstíma ökutækja í töflu 2 í samfélagsskýrslu.
Própan er notað til forhitunar á búnaði í steypuskála, m.a. mótum á hleifasteypuvél. Notkun própans hækkaði milli ára um 92.033 l. Skýringin á því er að árið 2024 var unnið að endurfóðrun á tveimur ofnum steypuskálans, þar sem töluvert magn af própangasi fer í bökun ofnafóðringa. Heildarnotkunin nemur aukinni losun CO2 sem samsvarar um 139 tonnum CO2 ígilda. Í töflu 3 í samfélagsskýrslu er yfirlit yfir orkunotkun úr þeim eldsneytisgjöfum sem notaðir voru á svæðinu, en heildarorkunotkun í gígajúlum jókst um 20,5% árið 2024 miðað við árið á undan og kemur það aðallega til vegna meiri notkunar á bensíni og própani.
Losun í andrúmsloft
Stöðugleiki í starfsemi kerskála er lykilforsenda fyrir lágri losun út í andrúmsloftið. Fjöldi rekstrarþátta getur haft áhrif á þennan stöðugleika, en stærsti einstaki áhrifavaldurinn á losun flúors og annarra efna er skautskipti. Mesta losunin á sér stað á meðan skautskiptin fara fram. Stöðugleiki hægir á brennslu skauta og við það verður nýtni skautanna betri. Auk þess lækkar ristími sem minnkar PFC losun. Þetta tvennt leiðir til þess að rekstrarvandamálum almennt fækkar. Aukinn stöðugleiki minnkar því losun frá fyrirtækinu. Fylgst er með losun helstu mengandi efna en þau eru loftkennt flúoríð (HF), ryk og brennisteinsdíoxíð (SO2) auk gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2), flúorkolefna (PFC) og brennisteinshexaflúoríðs (SF6).
Upplýsingar um losun eru teknar saman í kafla 7.2 (Grænt bókhald). Heildarlosun flúors var 0,33 kg á hvert framleitt áltonn og lækkaði milli ára. Losunin var yfir innra markmiði fyrirtækisins en undir starfsleyfismörkum.
Heildarlosun ryks var undir innra markmiði fyrirtækisins og mældist 0,30 kg/t ál og lækkaði milli ára. Ryklosunin var vel undir starfsleyfismörkum.
Losun brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá notkun forskauta var undir starfsleyfismörkum eða 11,67 kg/t áls. Losunin er svipuð milli ára (sjá mynd hér fyrir neðan). Fylgst er vel með brennisteinsinnihaldi skauta og vikulega berast upplýsingar frá birgja um niðurstöður efnagreininga skautanna.
Heildarlosun brennisteinssambanda sem SO2 nam 13,14 kg/t ál og eykst lítillega á milli ára.
Losun koltvísýrings (CO2) er reiknuð út frá notkun forskauta með massa jafnvægisreikningum. Losun árið 2024 var 1,58 t CO2/t ál og stóð í stað frá fyrra ári. Á myndinni hér að neðan má sjá losun flúorkolefna (PFC) sem ígildi CO2 á árunum 2018–2024.
PFC er gróðurhúsalofttegundsem myndast við spennuris í kerum ogútblástur þessara efna er reiknaður útfrá fjölda og tímalengd spennurisa. Árið2024 voru losuð 0,083 tonn CO2 ígilda afPFC efnum á hvert framleitt áltonn. Þettasamsvarar að 3,93 tonnum af PFC efnum ersleppt út í andrúmsloft. Losun á PFC efnumhækkar frá fyrra ári. Hækkunina má rekjatil breyttra áherslna í kerstýringu sem leidditil færri kerleka frá starfsemi kerskálans.Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda fráframleiðslu lækkaði milli ára, eða um5.268 tonn ígilda CO2. Þessi lækkun stafaraf minni álframleiðslu og þar af leiðandiminni notkun skauta.
Umhverfisvöktun Alcoa Fjarðaáls er yfirgripsmikil en hún er í samræmi við vöktunaráætlun á helstu þáttum umhverfis í Reyðarfirði, svo sem mælingar á loftgæðum og gróðurrannsóknir. Niðurstöðurnar eru kynntar í ársskýrslu sem kemur út í maí en hún verður aðgengileg á vef Umhverfis-og orkustofnunar og vef Alcoa Fjarðaáls. Mikilvægur hluti vöktunaráætlunarinnar eru sumarlegar mælingar á flúormagni í grasi, sem eru framkvæmdar með tilliti til dýraheilbrigðis. Gerðar eru sex mælingar, tvær í mánuði í júní, júlí og ágúst. Að hausti er tekið meðaltal allra sýna og þannig fundið meðaltal sumarsins. Sýnin eru ávallt tekin á sama stað og með sömu aðferð svo þau séu samanburðarhæf. Mörk til viðmiðunar í vöktunaráætlun Alcoa Fjarðaáls eru 40 μg F/g í grasi að meðaltali utan þynningarsvæðis.
Meðalstyrkur flúors í grasi sumarið 2024 var 22,9 μg F/g af grasi sem er undir viðmiðunarmörkum og nokkur lækkun frá fyrra ári þegar niðurstöðurnar voru yfir viðmiðunarmörkum sumarið 2023. Sumarið 2024 var almennt þurrt á Austurlandi, en ágústmánuður var sérstaklega úrkomusamur á meðan í júlímánuði var minnsta úrkoman. Flúorstyrkur í grasi er vandlega vaktaður til að tryggja heilbrigði dýra sem ganga í firðinum.
Gott samstarf hefur verið við bændur sem stunda sauðfjárrækt í Reyðarfirði og hafa dýralæknar skoðað dýrin árlega. Samkvæmt þessum skoðunum hafa til þessa engar vísbendingar komið fram sem gefa til kynna að flúor í Reyðarfirði hafi haft áhrif á grasbíta. Fólki stafar engin hætta af flúorútblæstri verksmiðjunnar. Í umhverfisvöktunarskýrslu má sjá nánari upplýsingar um mælingar á gróðurfari í Reyðarfirði. Í álverinu er starfandi stýrihópur allt árið um kring til að vakta þessa vinnu og árangur. Starfsfólk fær reglulega fræðslu um umhverfisáhrif framleiðslunnar þannig að þau séu meðvituð í sínum störfum um mikilvægi þess að lágmarka losun og tryggja góða vöktun á áreiðanleika mengunarvarnarbúnaðar.
Alcoa Fjarðaál mælir umhverfishávaða frá starfsemi sinni í samræmi við ákvæði starfsleyfis. Þessar mælingar eru gerðar á átta ára fresti samkvæmt mæliáætlun, eða ef gerðar eru breytingar á rekstri, í samræmivið reglugerð 724/2008 um hávaða. Samkvæmt áætlun voru þessar mælingar framkvæmdar síðast árið 2020 og voru niðurstöður undir viðmiðunarmörkum reglugerðarinnar.
Alcoa Fjarðaál hefur þá sýn að hægt sé að endurnýta eða endurvinna allan úrgang og að urðun sé síðasti kostur. Fyrirtækið leggur áherslu á að leita leiða til að koma úrgangi og spilliefnum frá framleiðslu til endurvinnslu. Flokkun á upprunastað er undirstaða þess að hægt sé að koma stærstum hluta úrgangs til endurvinnslu frá fyrirtækinu. Þar að auki er stöðugt leitað tækifæra til lágmörkunar til að koma í veg fyrir myndun úrgangs. Heildarmagn úrgangs á árinu 2024 var 59.406 tonn sem er lækkun um 1.280 tonn eða 2% milli ára og skýrist helst af minni endurfóðrun kera. Samtals voru 89% úrgangs endurunnin og 0,5% send til brennslu, aðallega innanlands. Alls fóru 6.278 tonn af úrgangi til urðunar, eða tæp 10,6% af heildinni. Þetta er hækkun um 18% á milli ára og munar þar mestu um meira magn af kerbrotum sem voru send til urðunar. Frá árinu 2019 hefur ekki verið unnt að senda kerbrot í endurvinnslu líkt og áður var gert og því hefur endurvinnslu-hlutfallið lækkað á síðustu árum. Alcoa Fjarðaál hefur í samstarfi við móðurfélagið leitað leiða til að endurvinna kerbrot og nú eru hafnar prófanir í þá veru í samstarfi við hollenskt og breskt fyrirtæki. Vonir standa til þess að á árinu 2025 verði áfram unnið með þetta verkefni svo endurvinnsluhlutfallið fari hækkandi á ný. Ákveðin ryktegund frá baðhreinsistöð og sellulósi, sem er lífrænn úrgangur frá vatnshreinsivirki, eru urðuð en það er þó lítið magn af heildinni sem fer til urðunar. Áfram verður leitað leiða til þess að lágmarka urðun og koma kerbrotum í nýtingarferli. Mestur hluti, eða um 98% úrgangs verður til vegna framleiðslunnar og um 2% frá almennum rekstri. Á mynd 8 má sjá hlutfall úrgangs og spilliefna, annarsvegar frá framleiðslunni og hins vegar frá almennum rekstri. Einnig sést hlutfallslegt magn úrgangs sem fór til urðunar af heildarmagni. Hreinsaðar forskautaleifar eru um 70% af heildarmagni þess úrgangs sem er sendur til endurvinnslu. Þær eru endurunnar í Mosjøen í Noregi og notaðar í ný forskaut og voru um 25% af heildarmagni innfluttra forskauta.
Skólp frá fyrirtækinu og nærliggjandi iðnaðarsvæði er meðhöndlað í hreinsivirki sem staðsett er á iðnaðarsvæðinu við Hraun. Skólpið fer í gegnum fjögurra þrepa hreinsun áður en því er veitt til sjávar. Föstum efnum úr skólphreinsistöð er komið til endurvinnslu í jarðvegsgerð í tengslum við skógrækt. Hreinsivirkið er rekið af þriðja aðila. Frárennsli af svæðum þar sem unnið er með olíu eða efnavöru er leitt í gegnum olíuskiljur og frárennsli frá eldhúsi er leitt gegnum fitugildru. Eru þær tæmdar reglulega og olíumenguðu vatni komið í úrvinnslu hjá viðeigandi aðilum þegar við á. Yfirborðsvatn af iðnaðarlóð er leitt um settjarnir áður en það rennur til sjávar. Sýni eru tekin úr frárennsli tjarna að hausti og vori. Árið 2024 voru niðurstöður greininga undir starfsleyfismörkum. Niðurstöður mælinga á áli, olíu/fitu og flúoríðum eru gefnar upp sem hæsta og lægsta gildi í kafla 7.2. Samkvæmt starfsleyfi má magn svifagna í frárennsli ekki aukast um meira en 10 mg/l miðað við mælt magn í innrennsli og voru þær mælingar svipaðar milli ára og undir mörkum árið 2024 líkt og fyrri ár.
Óbein losun gróðurhúsalofttegunda eða losun frá hliðarstarfsemi framleiðslunnar (e. scope 2) verður kortlögð og sett verður upp aðgerða-áætlun fyrir kolefnisbindinu í átt að kolefnishlutleysis starfseminnar (utan ETS).
Þessu var slegið á frest en verður unnið samhliða innleiðingu á ASI staðli á árinu 2020.
Greind verður kolefnislosun frá samgöngum, flutningi vara og framleiðslu.
Þessu var slegið á frest en verður unnið samhliða innleiðingu á ASI staðli á árinu 2020.
Innleitt verður reglulegt eftirlit með notkun og skiptingu jarðefnaeldsneytis farartækja innan lóðar.
Þetta hefur ekki verið innleitt og þarf að kanna betur umfang á verkefninu og hvort mögulegt verður að framfylgja því á árinu 2020.
Stefnt er á að lágmarka magn almenns úrgangs frá starfseminni um að minnsta kosti 10% frá árinu 2018.
Almennur úrgangur jókst á milli ára svo markmiðið náðist ekki. Unnið verður að því áfram að leita leiða til að minnka myndun úrgangs.
Standast vottun gagnvart ASI staðli á árinu
Markmið stóðst en Alcoa Fjarðál var tekið út gagnvart ASI staðlinum í september 2020. Þar sem vottunin var gerð í fjarfundum vegna COVID er vottunin tímabundin þangað til úttektaraðilar komast á staðinn til að ljúka vottuninni. Sjá nánar í kafla 9 um samfélagsmál.
Skipta út díselknúnum lyfturum fyrir rafmagnslyftara
Markmið stóðst en Fjarðaál fjárfesti í upphafi árs í sex nýjum liþínknúnum lyfturum. Sjá nánar í kafla 9 um samfélagsmál.
Að HF losun á framleitt tonn verði undir 0,250 kg/t
Markmið stóðst ekki þar sem heildarlosun var 0,34 kg/t árið 2020.
Standast kröfur gagnvart ISO 50001 um orkunýtni
Markmið stóðst ekki þar sem ákveðið var að fresta þessari innleiðingu.
Hefja gróðursetningu í hlíðinni fyrir ofan kerskála Fjarðaáls
Markmið stóðst. Haustið 2021 var hafist handa við að undirbúa jarðveginn fyrir ofan kerskálann fyrir plöntun. Verkefnið er unnið í samstarfi við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar og sá það um að planta fyrstu plöntunum síðasta haust. Haldið verður áfram með verkefnið næstu ár og er næsta plöntun fyrirhuguð vorið 2022.
Vinna að endurvinnsluleið fyrir kerbrot (SPL)
Markmið stóðst. Þrátt fyrir að lausnin sé ekki komin fór mikil vinna í að leita að nýjum leiðum. Það endaði með því að sett var af stað verkefni að skoða þessi mál heildrænt hjá Alcoa og er kominn verkefnastjóri í Evrópu sem vinnur að því að finna varanlega leið til endurvinnslu kerbrota.
Heildarlosun flúors á framleitt tonn áls verði undir 0,32 kg/t
Markmið stóðst ekki þar sem losunin var 0,34 kg/t.
Bæta nýtingu kolefnis um 1,6% milli ára
Markmið stóðst ekki þar sem bæting var um 1%.
Taka þátt í Evrópuverkefni vegna úrgangsmála
Markmið stóðst og vinna er hafin við að hanna nýtt ferli í samstarfi við hollenskt fyrirtæki um endurvinnslu kerbrota. Niðurstöður prófana lofa góðu þótt endanlegt ferli sé ekki komið í gagnið.
Tryggja endurbætur á hreinsivirki til að minnka flúorlosun
Markmið stóðst að hluta, unnið var að því árið 2022 að skipta út pokum í hreinsivirki en þeirri vinnu er ekki að fullu lokið og heldur áfram árið 2023.
Auka yfirsýn og gera aðgerðaáætlun vegna óbeinnarlosunar CO2
Hluta markmiðsinsvar náð árið 2023 en yfirsýn hefur aukist, hinsvegar náðist ekki að klára aðgerðaráætlun vegna óbeinnar losunnar CO2. Markmiðið er að ljúka við gerð hennar árið 2024.
HAFIÐ - Klára endurbætur á hreinsivirki til að draga úr flúor- og ryklosun
Vinna við endurbætur hófst á árinu 2023 en lýkur í maí 2024.
Halda áfram þátttöku í verkefni um endurnýtingu kerbrota
Markmiðið náðist oger byrjað að senda kerbrot til endurnýtingar.
Ljúka við gerð aðgerðaráætlunarvegna óbeinnar losunar CO2
Markmið náðist að hluta, en lokið var við part af aðgerðaráætluninni vegna óbeinnar losunar CO2.
Klára hreinsun þekjuefnis úr kjallara í kerskála
Markmið náðist og var hreinsun alls þekjuefnis úr kjallara kerskálansframkvæmd.
Ljúka við endurbætur á hreinsivirki til að draga úr flúor- og ryklosun
Markmið náðist. Ráðist var í viðhald og endurnýjun á ryksöfnurum og afsogskerfi í álverinu.
Festa í sessi aðgerðir í tengslum við flúorlosun frá kerskála
Markmiðið náðist. Farið var í innleiðingu víðtækra aðgerða í kringum flúorlosun. Heildarflúorlosun Fjarðaáls var undir starfsleyfismörkum 2024, eins og öll ár fram að því.
Umhverfiskaflann má finna á bls. 31 – 42.