Samfélag

Alcoa Fjarðaál telur að forsenda þess að treysta hag hluthafa og hagsmunaaðila liggi í góðum stjórnarháttum þar sem hlutverk og ábyrgð stjórnenda eru skýr. Fyrirtækið leggur áherslu á opið og virkt samtal við nærsamfélagið. Stjórnendur eiga í reglulegum samskiptum við hagsmunaaðila og funda með þeim um sameiginleg hagsmunamál. Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) veita fé til mikilvægra málefna með áherslu á verkefni sem tengjast áhrifasvæði álversins. Alcoa Fjarðaál hefur vaktað samfélagsvísa frá því rekstur álversins hófst.

Hagsmunaaðilar

Alcoa Fjarðaál er stórt fyrirtæki í litlu samfélagi og því fylgir mikil ábyrgð. Fyrirtækið hefur ávallt lagt mikið upp úr góðum samskiptum við fjölbreytta hópa hagsmunaaðila með reglulegum fundum og samstarfi.

Gerð var könnun meðal helstu hagsmunaaðila Fjarðaáls árið 2019 aftur árið 2022. Í þessari könnun er fyrst og fremst horft til birgja, verktaka og annarra samstarfsaðila til að kanna viðhorf til fyrirtækisins og hvernig þeir meta árangur Alcoa Fjarðaáls í samfélagsábyrgð. Könnunin var send til 110 hagsmunaaðila og svarhlutfall var 63%.

Fjarðaál hefur unnið greiningu á hagsmunaaðilum félagsins til að gera sér betur grein fyrir þörfum og áherslum hópanna. Hagsmunaaðilar skiptast í beina hagsmunaaðila, nærumhverfi, samfélag og alþjóðaumhverfi. Hagsmunaaðilagreining fyrirtækisins var gerð á hugarflugsfundi með þverfaglegum hópi starfsmanna. Taldir voru upp hagsmunaaðilar og þeir skilgreindir eftir snertifleti og mikilvægi.  

Könnun meðal íbúa

Mikilvægt er að sátt ríki um starfsemi fyrirtækisins í nærsamfélaginu. Því skiptir sköpum að rækta það samband á markvissan hátt með samtali og samstarfi. Virkt samtal við samfélagið er ein af meginstoðum í samfélagsstefnu Alcoa Fjarðaáls og árlega er mæld ánægja íbúa á Austurlandi með fyrirtækið. Í könnun sem Gallup framkvæmdi haustið 2022 reyndust 70,4% svarenda jákvæðir eða frekar jákvæðir í garð Alcoa Fjarðaáls sem er nokkur lækkun milli ára en árið 2021 voru 78,5% svarenda jákvæðir. Erfitt er að segja til um hvað veldur þessari lækkun en samkvæmt
sérfræðingi Gallup er þetta sama þróun og sést í könnunum fyrirtækisins fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir á síðasta ári. Markmið fyrirtækisins er að 75% íbúa eða fleiri séu jákvæðir í garð fyrirtækisins og það náðist því ekki árið 2022.

Íbúar á Austurlandi telja Alcoa Fjarðaál standa sig best þegar kemur að jafnréttismálum og heilsu- og öryggismálum. Fyrirtækið stendur sig síst í umhverfismálum að mati almennings. Þar eru því tækifæri til úrbóta en þó ber að geta þess að í öllum spurningum voru vel yfir helmingur svarenda ánægðir með frammistöðu fyrirtækisins. Líkt og minnst er á í kafla 8.1.1 var ákveðið að gera innanhússkönnun meðal starfsfólks annað hvert ár á móti könnun sem móðurfélagið stendur fyrir. Þar af leiðandi eru ekki til sambærilegar upplýsingar frá 2022 varðandi hvernig starfsfólk metur samfélagsábyrgð hjá Alcoa Fjarðaáli en slíkar tölur munu fást á árinu 2023.

Styrkir til góðra verka

Árið 2022 vörðu Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) samtals rúmum 48 milljónum króna í styrki til hinna ýmsu samfélagsverkefna, fyrst og fremst á Austurlandi. Það var nokkur samdráttur milli ára sem skýrist af minna framlagi frá Alcoa Foundation en í fyrra lauk stóru verkefni hjá Landgræðslunni sem sjóðurinn styrkti. Frá árinu 2003 hefur fyrirtækið varið samtals yfir tveimur milljörðum króna til samfélagsstyrkja af margvíslegu tagi. Ekki er veittur stuðningur til einstaklinga, stjórnmálasamtaka, trúfélaga eða til almenns reksturs félaga. Í töflu 11 má sjá skiptingu styrkja í þeim flokkum sem Alcoa Fjarðaál veitir styrki í.

Samfélagsmarkmið og árangur

Að samfélagsábyrgð verið sett inn í kennsluskrá Stóriðjuskólans. Markmiðið er að efla þekkingu starfsmanna á samfélagsábyrgð og vekja áhuga þeirra á að vinna verkefni því tengdu í náminu.

Ekki lokið en verður klárað sem markmið undir mannauði á næsta ári.

Að lágmarki 75% íbúa á Mið-Austur­landi séu jákvæðir gagnvart Alcoa Fjarðaáli og að starfsánægja hjá Fjarðaáli haldist að lágmarki 4,22.

Markmiði náð að hálfu leyti. Ánægja íbúa er yfir 75% en starfsánægja lækkaði milli ára og náði ekki markmiðinu.

Opin ráðstefna um jafnrétti og vinnustaðamenningu verður haldin á Austurlandi.

Staðið, sjá Samfélagsviðburðir og sjálfboðavinna.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem falla að starfsemi Fjarðaáls verði samþætt inn í samfélagsstefnu fyrirtækisins og kynnt helstu hagsmunaaðilum.

Staðið, Fjarðaál innleiddi samfélagsmarkmiðin í samfélagsskýrslu sinni í fyrra og uppfærði stefnuna í samfélagsmálum út frá því.

Haldinn verður fundur um loftslagsmál fyrir sveitastjórnarfólk á Austurlandi.

Staðið, sjá Hagsmunaaðilar

Bæta við spurningu varðandi samfélagsábyrgð Fjarðaáls í árlegri skoðanakönnun fyrir almenning.

Staðið, sjá Hagsmunaaðilar

Halda opinn íbúafund árið 2020 til að efla samskiptin við íbúa á svæðinu.

Markmið stóðst ekki, frestað vegna COVID-19.

Hefja samstarf við fræðslufulltrúa nærliggjandi sveitarfélaga um verkefni sem stuðlar að bættri sjálfsmynd unglinga.

Stóðst. Efnt til verkefnis í samstarfi við fræðslufulltrúa Fjarðabyggðar og Múlaþings fyrir tilstuðlan styrks frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation). 

Efla stuðning við Austurbrú um uppbyggingu Háskólaseturs á Austurlandi.

Stóðst. Fjarðaál á fulltrúa í undirbúningshópi um uppbyggingu Háskólaseturs og unnið er í því að færa styrk sem fyrst fór til Háskólans á Akureyri yfir til Austurbrúar. 

Efla tengsl við íbúa á svæðinu með opnum íbúafundi 

Stóðst ekki þar sem ekki var unnt að halda opinn fund vegna COVID-19.

Halda fund með sveitastjórnarfólki á Austurlandi

Stóðst ekki þar sem ekki var unnt að halda slíkan fund vegna COVID-19.

Styðja við stofnun náttúruskóla fyrir börn á Austurlandi

Stóðst ekki þar sem verkefni reyndist ekki styrkhæft samkvæmt reglum Alcoa Foundation. Í staðinn voru veittir auknir fjármunir til Austurbrúar til að styðja við uppbyggingu háskólanáms á Austurlandi. 

Halda 19. júní skemmtun til að fagna kosningarrétti kvenna

Markmið stóðst.

Halda ráðstefnu á Austurlandi fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana

Markmið stóðst ekki og var ákveðið að fresta þessu verkefni um ár.

Skipuleggja veisluhöld í tilefni af 15 ára afmælis Fjarðaáls

Markmið stóðst.

Samfélagskaflann má finna á bls. 43 – 52.