Alcoa Fjarðaál

Hlutverk álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er að framleiða ál á öruggan, hagkvæman og samfélagslegaábyrgan hátt. Stefna félagsins er aðeinbeita sér að þessari kjarnastarfsemi og láta öðrum fyrirtækjum eftir ýmsa stoðþjónustu sem tengist rekstrinum. Á þennan hátt stuðlar Alcoa Fjarðaálað uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Alcoa Fjarðaál sf. að Hrauni 1 í Reyðarfirði hóf framleiðslu á áli í byrjun apríl 2007 og var framleiðslan komin í fulla afkastagetu í ágúst 2008. Framleiðslugeta álversins í dag er allt að 360 þúsund tonn af áli á ári samkvæmtstarfsleyfi. Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls voru 544 að meðaltali árið 2020. Auk þeirra vinna að jafnaði um 250 verktakar á vegum annarra fyrirtækjaí álverinu eða á lóð álversins við ýmisstörf svo sem framleiðslu, viðhald, þjónustu og ráðgjöf. Fyrirtækið starfarsamkvæmt starfsleyfi útgefnu þann 8. nóvember 2010. Starfsemi fyrirtækisins fellur undir fyrirtækjaflokk 2.1, álframleiðslu, samkvæmt reglugerð nr.851/2002 um grænt bókhald.

Gildistímistarfsleyfisins er til 1. desember 2026 og eftirlit með starfsemi álframleiðslunnar er í höndum Umhverfisstofnunar. Heilbrigðiseftirlit Austurlands sér umeftirlit með margs konar stoðstarfsemi innan álverslóðar, svo sem verkstæðum, spennistöð og starfsmanna-aðstöðu.

Alcoa Fjarðaál stuðlar markvisst að uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi með því að bjóða út ýmsa stoðþjónustu til fyrirtækja í grennd við álverið.

Mannauður

Almenn velferð og öryggi starfsfólks eru ávallt í forgangi. Að sama skapi er lögð áhersla á helgun og þátttöku starfsfólks í starfsumhverfi sem hvetur til stöðugra umbóta og styður við þjálfun og menntun. Alcoa Fjarðaál vinnur markvisst að því að efla og auka jafnrétti og stuðla að fjölbreytileika og heilbrigðri vinnustaðarmenningu. Fyrirtækið fylgir viðmiðum Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact og reynir ávallt að tryggja að allir einstaklingar hafi jafna möguleika á starfsþróun og jöfn tækifæri varðandi ábyrgð og úthlutun verkefna óháð kyni, kynþætti eða kynhneigð. Fjarðaál lítur til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og eru markmið númer 3 um góða heilsu og velferð og markmið númer 5 um jafnrétti kynjanna höfð að leiðarljósi í stefnu fyrirtækisins í mannauðsmálum. 

Mannauður

Umhverfi

Alcoa Fjarðaál fylgir eftir stefnu móður­félagsins í umhverfis–, heilsu– og öryggismálum. Frammistaða fyrir­tækisins í þeim efnum er vöktuð með reglulegum mælingum með það að markmiði að tryggja stöðugar umbætur. Starfsemin skilur eftir sig umhverfisfótspor sem hefur verið kortlagt til að lágmarka áhrifin á innra og ytra umhverfi. Í starfseminni er unnið að því með markvissum aðgerðum, vöktun og stýringu að nýta auðlindir betur, lágmarka magn úrgangs og spilliefna frá starfseminni og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fjarðaál lítur til heimsmarkmiða númer 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu og númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum þegar unnið er að umbótum í umhverfismálum hjá fyrirtækinu. 

Unhverfi

Efnahagur / Virðiskeðja

Samfélagsábyrgð Alcoa Fjarðaáls felst í því að tryggja fjárhagslega sjálfbærni fyrirtækisins og hafa jákvæð efnahagsleg áhrif í nærsamfélaginu. Alcoa Fjarðaál stuðlar markvisst að uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi með því að bjóða út ýmsa stoðþjónustu til fyrirtækja í grennd við álverið. Á þann hátt gerir Alcoa Fjarðaál þeim fyrirtækjum kleift að byggja upp starfsemi sína samhliða uppbyggingu atvinnulífsins á svæðinu. Félagið gerir strangar kröfur til birgja og þjónustuaðila hvað viðkemur umhverfis-, heilsu og öryggismálum. Birgjar verða að uppfylla kröfur um samfélagsábyrgð auk þess að vera samkeppnishæfir í verði og þjónustu. Heimsmarkmið númer 8 um góða atvinnu og hagvöxt fellur vel að stefnu Fjarðaáls varðandi efnahagsmál. 

Efnahagur

Samfélag

Alcoa Fjarðaál leggur áherslu á opið og virkt samtal við alla hagsmunaaðila. Félagið telur að forsenda þess að treysta hag hluthafa og hagsmunaaðila liggi í góðum og gegnsæjum stjórnarháttum. Alcoa Fjarðaál á í nánu samstarfi við hagsmunaaðila varðandi uppbyggingu innviða samfélagsins sem snerta samgöngur, nýsköpun, mennta- og félagsmál. Þar að auki leggja Alcoa Fjarðaál og Alcoa Foundation fé til ýmissa málefna, menningarviðburða og verkefna á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál leggur mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í nærsamfélaginu og gagnvart sínum hagsmunaaðilum sem felst meðal annars í því að breiða út boðskap Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið númer 17 um samvinnu varðandi markmiðin endurspeglar þær áherslur vel. 

Samfélag

Samfélagsmarkmið
Alcoa Fjarðaáls 2021

Árið 2021 mun Fjarðaál halda áfram að hafa öryggismál og öryggismenn-ingu i í öndvegi. Starfsmenn munu vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðarmenningu og fjöl-skylduvænt starfsumhverfi. Innleiðing Jafnréttisvísis eykur fjölbreytni í starfsmannahópi og stuðlar að auknu jafnrétti á vinnu-staðnum. Áfram er unnið að því að nýta tækni-nýjungar til að auka tækifæri í framleiðslu, auka samskipti á milli fólks og bæta framleiðni.