Samfélagsskýrsla
2022

Skýrslan fylgir nú sjötta árið í röð, alþjóðlegum GRI staðli um samfélagsábyrgð

Ávarp forstjóra

Fjarðaál vill vera öðrum fyrir­tækj­um fyrirmynd í jafn­réttis­mál­um og vald­efl­ingu kvenna.

Nánar
Samfélagsmarkmið Alcoa Fjarðaáls 2023
Árið 2023 mun Alcoa Fjarðaál halda áfram að hafa öryggismál og öryggis-menningu í öndvegi. Starfsmenn munu vinna saman að því að skapa heilbrigða vinnustaðarmenningu og fjölskylduvænt starfsumhverfi. Aukin áhersla á jafnréttismál og nýja jafnréttisnefnd eykur fjölbreytni í starfsmannahópi og stuðlar að auknu jafnrétti á vinnustaðnum. Áfram er unnið að því að nýta tækninýjungar til að auka tækifæri í framleiðslu, auka samskipti á milli fólks og bæta framleiðni.

Alcoa Fjarðaál og starfsfólk Alcoa vinna á hverjum degi eftir gildum fyrirtækisins sem eru:
Heilindi
Árangur
Umhyggja
Hugrekki